Hún er þekkt fyrir að hegða sér nokkuð óprinsessulega þegar kemur að fötum hún Kata okkar Middleton og það gerir hún líka í dag á degi heilags Patreks.
Dagurinn, sem írskir kaþólikkar hafa löngum haldið upp á (oft með því að drekka aðeins meiri bjór en vanalega) er haldin hátíðlegur víða í Bretlandi og Bandaríkjunum en á þessum degi lést heilagur Patrekur. Heilagur Patrekur er meðal þekktustu dýrlinga kaþólskrar trúar.
Kate var í nokkuð svipuðum fötum við hátíðarhöldin í Aldershot á Englandi í dag en þó ekki þeim sömu og síðustu tvö árin. Hún bar þó enn sambærilega skreytingu og klæddist síðri, grænni kápu líkt og áður. Kápan er hönnuð af Hobbs en hattinn gerði Gina Foster.
Á myndunum hér fyrir ofan má sjá dressin sem Kate klæddist á þessum degin árin 2013 og 2014.
Alltaf svo flott og fín þessi hjón…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.