Hertogaynjan Kate Middleton mætti ásamt eiginmanni sínum William og bróður hans Harry við opnun Warner Bros Studios í Bretlandi.
Það sem kom á óvart var að Kate var klædd í kjól frá Topshop, hvítan með svörtum doppum og í svörtum blazer jakka við og támjóum hælaskóm. Kjóllinn kostar um 7000 krónur íslenskar en Kate er þekkt fyrir það að klæðast fötum sem “við hin” getum líka keypt. Oftar en ekki hefur fatnaður sem er á viðráðanlegu verði selst upp eftir að Kate klæðist honum og sú verður örugglega raunin með þennan kjól.
Það hefur verið heldur betur nóg að gera hjá Kate að sækja hina ýmsu viðburði í vikunni en hún er komin sex mánuði á leið og blómstrar sem aldrei fyrr.
Hér að neðan eru myndir af Kate í WB studios og nokkrar frá viðburðum síðastliðinnar viku.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig