Kate Middleton mætti til fagnaðar í bænum Grimsby í Bretlandi í gær. Þar fékk hún bangsa frá einni konu sem segir Kate hafa næstum sagt sér að lítil stúlka væri á leiðinni.
Sandra Cook stóð í áhorfendaskaranum og hélt á bangsa sem hún ætlaði að gefa Kate. Hertogaynjan þáði bangsann með þökkum og sagði “Takk ég skal þiggja hann handa d….” og svo hætti hún að tala. Fólkið í áhorfendaskaranum tók andköf en Kate náði að bjarga sér og sagði að þau vissu ekki kynið ennþá.
Komu hertogaynjunnar seinkaði vegna bilunnar í þyrlu drottningarinnar en áhorfendur voru sammála því að hafi alveg verið þess virði að bíða í kuldanum eftir Kate. Hún talaði við marga og var afar indæl að venju, spjallaði og hló með fólkinu og hafði mikið gaman af því að sjá hversu margir voru mættir.
Sandra sagði að lokum:
“Ég vona að hún fæði síðan ekki strák því þá lít ég út eins og algjör auli”. Kate á von á sér í júlí og barnið sem hún gengur með er án efa orðið það frægasta í heiminum án þess að vera fætt.
Mikil spenna ríkir í höllinni fyrir komandi erfingja en hjónin ungu þau Kate og William eru stressuð og spennt í bland meðan þau bíða komu frumburðarins.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig