Leikkonan Kate Hudson er þekkt fyrir að vera með grjótharða magavöðva og magnaða fótleggi en að eigin sögn lítur kroppurinn svona vel út vegna mikils sjálfsaga.
Kate á tvo syni en hún, líkt og flestar konur jarðar, bætti eilítið á sig þegar hún gekk með syni sína. Leikkonan segir samt að líkaminn hafi alls ekki hrokkið strax í sama farið eftir að hún átti synina, heldur betur ekki. Hún ákvað þó að taka því rólega og byrja hægt að hreyfa sig eftir að hún átti.
Kate segir einnig “Ekki láta þig dreyma um það að meðgönguspikið hverfi á núll einni og líkaminn komist í sama horf á stuttum tíma”. Hún mælir með því að byrja hægt og bæta síðan alltaf við hreyfinguna en þó verður að gæta þess að ofgera sér ekki, það sé alls ekki hollt fyrir líkamann.
Kate segist elska að stunda líkamsrækt en passi sig þó á því að ganga ekki of langt því þá finnst henni hún bugast andlega og að hennar mati er andlega hliðin stór hluti af því að koma sér í gott form. Leynitrixið hennar er að taka sippuband með sér hvert sem hún fer og alltaf ef það er laus tími þá vippar hún sippubandinu fram og tekur 150-200 hopp 2-3x bara til að ná hjartslættinum aðeins upp. Katie finnst þetta vera snilldarlausn fyrir þær sem eru á ferðinni en hún velur að sippa í staðinn fyrir að vera í símanum sínum þegar hún þarf að bíða eitthvað eða hangsa.
Mér hefur alltaf fundist Kate vera hörkukroppur en hún er einnig með góð gen sem hjálpa henni að vera svona “fabúlöss” alltaf. Skulum ekki gleyma þvííí…
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig