![tesss](https://i0.wp.com/pjatt.is/wp-content/uploads/2015/04/tesss.jpg?resize=754%2C396)
Ég hef verið að huga extra vel að húðinni undanfarið hálfa árið.
Þríf andlitið ALLTAF á kvöldin hvort sem andlitið er með eða án farða og alltaf á morgnana.
Þá skrúbba ég líkama og andlit tvisvar til þrisvar í viku, fer í gufu og sánu einu sinni í viku, ber á húðina 5 stjörnu möndluolíu frá L’Occitane sem styrkir og stinnir kroppinn og nota einungis litað dagkrem og léttan hyljara.
Þar sem ég hef verið einstaklega ánægð með Immortelle línuna frá L’Occitane ákvað ég að prófa litaða dagkremið úr þeirri línu.
Það er verulega gott að nota ekki alltaf sömu snyrtivörunar til að ná sem mestri virkni út úr þeim.
Andlitið venst nefnilega efnunum í snyrtivörum og þær missa því virknina þangað til þú byrjar að nota þær aftur t.d. eftir tveggja daga pásu.
Kremið er frábært fyrir þær okkar sem vilja fallegan og náttúrulegan andlitsfarða þ.e. farða sem veitir ljóma, jafnar húðlitinn og lagfærir áferð húðarinnr.
Kremið stuðlar að algjörum æskuljóma eins og nafn línunnar, Immortelle, gefur til kynna.
Uppistaðan er immortelle ilmkjarnaolía sem sléttir og verndar húðina gegn skaðlegum áhrifum útfjólublárra geisla sem mér finnst STÓR plús, þar sem immortelle olían er sólvarvön af náttúrulegum uppruna.
BB-kremið veitir líka fína þekju og með smá hyljara undir augu og yfir ör og- eða roða er húðin fullkomnuð með dassi af bleikum kinnalit.
Kate Bosworth er algjörlega mín fyrirmynd þegar kemur að förðun, hári og fatastíl. En eins og sjá má af hverri einustu mynd af henni velur hún ávallt léttan farða.
Svo má ekki gleyma því að á vorin og á sumrin er kjörið tækifæri til að nota litað BB-krem með vörn til að fá lit og freknur á andlitið.
_____________________________________________________
![](https://i0.wp.com/pjatt.is/wp-content/uploads/2020/06/innisko%CC%81r.jpg?resize=100%2C100&ssl=1)
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.