Þar sem ég hef óbilandi áhuga bæði á förðun og húðflúri hef ég í þónokkurn tíma verið eltihrellir á öllum samfélagsmiðlum Kat Von D.
Alveg frá því ég sá fyrstu LA Ink þættina hef ég verið einkennilega heilluð af þessari konu, og fundist hún varla getað stigið feilspor í sinni fagmennsku. Hinn eiginlegi stalker-ismi minn gagnvart henni byrjaði með því að ég prufaði Tattoo linerinn sem hún gaf út í samvinnu við Sephora. Þessi undravara breytti lífi mínu, og fór mig að gruna að restin af vörunum frá henni væru ekki síðri.
Þar sem vörurnar hennar eru seldar exclusively í gegnum Sephora, og sú góða búð vel utan seilingar, hef ég þurft að fara eftir ísmeygilegum krókaleiðum til að fá KVD förðunarfixið mitt. Í desember í fyrra fékk ég svo í hendur jólatilboð frá Kat sem innihélt 9 varaliti úr Studded Kiss línunni frá henni. Þessir varalitir eru algjörlega bestu varalitir sem ég hef prófað! Þeir eru flestir mattir, haldast á vörunum allann daginn án þess að haggast og með undursamlegri créme brulé lykt sem gerir það að verkum að mann langar að borða þá!
En það er ekki nóg með að Kat Von D sé búin að skapa sér virkt og marktækt nafn í förðunarheiminum, heldur er hún umfram allt einn hæfileikaríkasti tattúari í heimi. Það er nú oft svoleiðis með fólk eins og hana að það virðist bara geta algjörlega allt! Hún er semsagt ekki bara eigandi eins af bestu förðunarmerkjum í heimi, og ein af bestu tattúrum í heimi, hún er líka fær píanóleikari og með sérstaka en ofsalega fallega söngrödd. Svo er hún mjög góð fyrirmynd, lifir einstaklega heilbrigðu og áfengislausu lífi með vegan lífsstíl og tveimur vita allsnöktu köttunum sínum, þeim Piaf og Poe! Eina aspektið í lífi hennar sem hún virðist alltaf ná að klúðra eru ástarmálin, en hey- bitch can’t have owrthang!
Hún er einfaldlega ein af þeim sem er snert af guðunum eins og ég kýs að kalla fólk af hennar hæfileikakaliberi, hún er flott fyrirmynd á allann hátt og ef ég myndi hitta hana held ég að ég myndi missa kúlið og fara að flissa eins og ástsjúk bóndastúlka!
Kat Von D rokkar, það er ekkert flókið!
Hérna er svo klippa af youtube þar sem hún spilar á píanó og syngur “Easy to please” með Coldplay.. Girlcrush alert!!
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=N_lKAzvcwtk[/youtube]
Hrafnhildur, eða Krummi, er mamma, förðunarfræðingur, leikkona, kærasta, systir, dóttir, handverkskona og listakona svo fátt eitt sé nefnt. Ung flutti hún frá Sauðárkróki til Reykjavíkur þar sem hún lærði förðunarfræði en seinna flutti hún til Alabama, USA þar sem hún lærði leiklist. Eftir nokkur ár í Bandaríkjunum lá leið hennar aftur til Sauðárkróks og hún er því rödd landsbyggðarinnar á meðan pjattrófa. Hrafnhildur er fædd 21. febrúar árið 1980 og er fiskur.