Jose & Ainara
Spænski ljósmyndarinn Jon Uriarte ákvað að gera myndaseríu af karlmönnum, í fötum af kærustunum sínum, eftir að hafa tekið viðtöl við sömu menn um breytingar sem hafa orðið á samskiptum kynjanna frá því að foreldrar okkar voru ungir.
Hann langaði að gera myndir sem sýndu vel jafnræði í samböndum en á sama tíma ringulreiðina sem ríkir hjá ungum mönnum í dag gagnvart kynhlutverkum sínum.
Hann byrjaði á að kalla seríuna “Menn undir áhrifum” og tók myndir af pörunum saman á heimilum sínum en fljótlega áttaði hann sig á að það væri betra að mynda þá í fötum af sambýliskonunum, inni á heimili þeirra. Vissulega mjög gott. Við erum sammála. Þetta er fyndið og smá skrítið.
Myndirnar voru teknar á þriggja ára tímabili bæði á Spáni og í Bandaríkjunum.
Steve & Fonlin
Santi & Sabela
Matias & Sarah
Marcos & Lucia
Victor & Ana
Javi & Gabi
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.