Tom Ford fatahönnuður, kvikmyndagerðarmaður og gamaldags rómantíkus er á forsíðu Another Man fyrir vor/sumar 2011.
Tom sem er ávallt óaðfinnanlegur til fara og kurteis með endemum deildi með lesendum fimm einföldum ráðum til að vera sannur nútíma herramaður.
Ég vildi óska þess að fleiri karlmenn tækju þessi ráð til sín, samskipti við þá yrði þá svo miklu ánægjulegri…
1. Þú ættir alltaf að sýna þínar bestu hliðar, hvað varðar klæðaburð og framkomu. Með því ertu að sýna umheiminum og fólkinu í honum virðingu.
2. Nútímakarlmenn verða að vinna. Fólk sem vinnur ekki er leiðinlegt og því leiðist oftast. Þú þarft að hafa ástríðu, þú þarft að skuldbinda þig og þú þarft að leggja þitt af mörkum til samfélagsins.
3. Mannasiðir eru mjög mikilvægir og það er mikilvægt að vita hvað á við hverju sinni. Ég opna alltaf dyrnar fyrir konum. Ég held á yfirhöfnum þeirra og sé til þess að þær gangi á innri helmingi gangstéttar. Svo á maður að standa upp frá matarborði þegar fólk kveður eða kemur að borðinu.
4. Ekki vera tilgerðarlegur, sýna kynþátta eða kynferðisfordóma og dæma fólk eftir bakgrunninum.
5. Karlmaður ætti aldrei að vera í stuttbuxum og sandölum í borg. Slíkur klæðnaður á aðeins við á ströndinni eða á tennisvellinum.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.