Það er mikið í tísku í dag að vera í háum víðum buxum sem eru svolítið karlmannlegar í sniðinu og sumar konur nota jafnvel karlmannsbuxur.
Mér finnst þetta nýja trend algjör snilld. Bæði flott og mega þægilegt! Og jafnvel þó sniðið á buxunum sé karlmannlegt finnst mér þetta einmitt svo kvenlegt og flott.
Ég hef séð svona buxur í mörgum tískuverzlunum í Reykjavík, m.a í Zöru og Topshop. Svo er hægt að fá þær í búðum eins og Spútnik en það eru þá sennilega karlabuxur. Svo getum við líka stolist inní skáp til pabba eða afa og stolið buxum frá þeim 🙂
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.