Fyrir nýjustu sýniningu Chanel tískuhússins fyrir Vor 2011 sagðist Karl Lagerfeld leiður á “15 ára rússneskum fyrirsætum sem væru allt of grannar” og lofaði að hafa konur af öllum stærðum. Skðun hans virtist hafa tekið U-beygju frá því í fyrra þegar hann lét þau orð falla að ofurgrannar fyrirsætur væru einfaldlega flottari.
Vonbrigðin voru því mikil hjá mér þegar ég skoðaði þessa sýningu Chanel, því þar var allt morandi af ofurgrönnum fyrirsætum, kanski var hann að leggja sérstaka áherslu á 15 ára og rússneskar?
Eina fyrirsætan í “yfirstærð” í sýningunni var Crystal Renn, annars mátti sjá nokkrar “eldri” ofufyrirsætur eins og Carolyn Murphy 37 ára og Jacquetta Wheeler 29 ára og eina mun eldri sem ég man því miður ekki hvað heitir en allar eru þær enn mjög glæsilegar miðað við aldur.
Ef við komum að þessari línu í flokki “resort” fatnaðar, eða sumarfrísfatnaðar, þá var hún á heildina litið ekki góð. Ég tók saman þokkalegustu flíkurnar í sýningunni en allar 87 innkomurnar má sjá hér.
Verð að segja að Karl Lagerfeld olli hér vonbrigðum bæði með fatnað og fyrirsætur, sérstaklega miðað við ummælin um fjölbreytileika sem hann lét áður falla.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.