Hann Karl Berndsen er búin að opna stórglæsilega alhliða fegrunarstofu, eða Beauty Bar eins og hann kallar það sjálfur, í Höfðatorgsturninum, beint fyrir ofan Hamborgarafabrikkuna.
Það er ekkert nema glæsileiki sem tekur á móti þér þegar þú gengur þarna inn enda Karl annálaður fagurkeri og eiginlega ekki hægt að búast við öðru en elegans frá honum.
Við hönnun stofunnar var tekið mið af stofu sem heitir Loft og er í New York en það er sérleg Redken stofa og Karl notar þær gæðavörur við sína vinnu.
Þemað er blandað, svart og beige í bland við fallega muni eins og Búddha styttur, flott ljós og stóra spegla -en útsýnið er þó fyrst og síðast það sem Pjattrófur falla fyrir því þú getur horft yfir sundin blá meðan setið er í stólnum og beðið eftir að liturinn taki við sér.
Ég leit við hjá Karli í gær og kannaði þetta flotta rými en þar er m.a. boðið upp á alla almenna hársnyrtingu og hárlengingar, þar er förðunarráðgjöf, snyrtistofa og nuddari….Í raun er þetta draumastaður hvaða dömu sem er því þú getur gengið inn lummó um hádegi og komið út eins og Prrrinsessa (með þremur errum) seinnipartinn!
Smelltu til að skoða myndirnar af nýju stofunni hans Karls og smelltu hér til að kíkja á heimasíðuna hans.
Myndirnar tók undirrituð, Margrét, nema tvær, þær tók Rabbi.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.