Karitas María er kona með mörg járn í eldinum. Í vor útskrifaðist hún sem viðskiptafræðingur frá H.Í en með náminu hefur hún keppt á fitnessmótum, unnið í háloftunum sem flugfreyja hjá Icelandair og kennt vinsæla spinningtíma í World Class.
Það er því sjaldan dauður tími hjá þessari kraftmiklu konu en til þess að geta tekist á við skemmtileg verkefni passar hún upp á að borða hollan og góðan mat sem gefur henni orku fyrir daginn. Súkkulaðirúsínurnar eru þó sjaldan fjarri góðu gamni.
Hvað gerir þú helst til að halda góðri heilsu?
Ég held það mikilvægasta sé að fá góðan svefn og borða hollan og næringarríkan mat. Ég reyni að ná alltaf góðum svefni, ég hugsa um það sem ég set ofan í mig og passa að ég fái næga næringu fyrir athafnir dagsins.
Ég hreyfi mig svo að minnsta kosti 4-5 sinnum í viku. Einnig finnst mér það mikilvægt að rækta sambandið við vini og fjölskyldu og það er klárlega stór partur í því að halda góðri heilsu.
Andlegt jafnvægi og heilbrigður líkami helst í hendur.
Hvað hreyfirðu þig oft í viku og hvernig?
Ég reyni að hreyfa mig 4-5 sinnum í viku en passa jafnframt að taka góðan hvíldardag einu sinni í viku. Mér finnst rosa gaman að fara út að hlaupa eða í góðan spinningtíma. Skemmtilegast finnst mér að gera æfingar sem keyra vel upp púlsinn og þar sem ég vinn með eigin líkamsþyngd. Öll hreyfing er hinsvegar holl og góð og ég held að mestu skipti að líða vel og hafa gaman af því sem maður gerir.
Mér finnst klárlega skipta máli að vera töff í ræktinni, sérstaklega þar sem það er til endalaust af flottum íþróttafötum.
Hverju finnst þér auðvelt að sleppa og hvað gætirðu aldrei gefið upp á bátinn?
Það sem mér finnst auðvelt að sleppa er gosið, ég hef aldrei verið fyrir það og því auðvelt að sneiða hjá því. Það sem ég hinsvegar get ómögulega sleppt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir eru súkkulaðirúsinur. Ég mun aldrei sleppa þeim!
Hvað færðu þér í morgunmat?
Í morgunmat fæ ég mér oft hafragraut með rúsinum og kanil og svo geri ég mér próteinhristing, eða ég blanda saman höfrum og próteini.
En á milli mála?
Í millimál fæ ég mér yfirleitt skyr og ávöxt eða eggjahræru með kotasælu og grænmeti.
Í raun er það svo misjafnt en ég reyni að láta flestar máltíðir innihalda bæði prótin og kolvetni. Með þessu fæ ég mér oft nokkrar möndlur svo ég fái góða fitu með.
Geturðu gefið okkur eina góða og einfalda uppskrift að einhverju heilsusamlegu (má vera hvað sem er).
Úff ég og eldamennska eigum ekkert sérlega vel saman!
En þegar ég slæ til og elda finnst mér gott að henda kjúklingabringu inn í ofn og með því sker ég niður gulrætur, brokkolí, blaðlauk og sætarkartöflur, helli yfir það olíu og salta og hendi í ofninn með. Þetta er einfaldur, hollur og góður réttur.
Skiptir máli að vera töff í ræktinni? Áttu þér uppáhalds línu í íþróttafötum?
Mér finnst klárlega skipta máli að vera töff í ræktinni, sérstaklega þar sem það er til endalaust af flottum íþróttafötum. Þegar ég fer í ræktina er það ekki bara til að brenna öllum hitaeiningunum heldur er það líka bara félagslegt. Þarna hittir maður marga og það er partur af þessu. Þannig það er alltaf skemmtilegra að vera vel klæddur .
Ég er hrifnust af Nike og er líklega of hrifin af merkinu. Það má helst ekki koma neitt nýtt því ég verð alltaf að eiga það nýjasta. Fötin endast vel, flott snið og svo eru þau þægileg. Ég klæðist Nike mikið, hvort sem það er á æfingu eða hversdagslega.
Nefndu eina konu eða karl sem þér finnst hreint afbragð þegar kemur að heilsusamlegum lífsstíl.
Það er erfitt að velja eitthvern einn. Það er til svo margt flott og heilsusamlegt fólk. Ég lít upp til allra þeirra sem stunda líkamsrækt og leggja sig fram við að halda sér í góðu líkamlegu formi.
Hvort ertu meira fyrir lífrænan lífsstíl eða prótein og lyftingar?
Vel klárlega matinn eftir næringunni sem ég fæ úr honum og svo er alltaf gott að forðast sykurinn.
Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessu, ég er enginn öfgi í hvora átt. Mér finnst rosa gaman að borða góðan mat en hvort hann er lífrænn eða ekki skiptir mig ekki svo miklu máli.
Ég hef prufað prótín og lyftingar “lífstílinn” og hann einn og sér hentaði mér ekki. Mér finnst gott að blanda þessu öllu saman.
Aðalmálið er bara að passa að líkaminn fái þá næringu sem hann þarfnast til að geta liðið sem best og ég held það komi með því að borða á 2-3 tíma fresti og passa að máltíðin innihaldi prótín, kolvetni og fitu. Svo er það bara svo misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Aðalmálið er bara að hlusta á eigin líkama, það eru engir tveir eins.
Ertu með einhver ný markmið þegar kemur að heilsunni?
Nei engin ný þannig séð, ég veit að mín heilsa er á minni ábyrgð þannig að markmið mitt er ávallt að hugsa vel um mig svo að mér og öðrum í kringum mig líði sem best.
Markmiðin mín eru aðallega að vera jákvæð, hamingjusöm, passa að ég fái nægan svefn, stunda góða hreyfingu og að njóta lífsins í heilbrigðum líkama. Heilsan verður klárlega betri ef þetta er allt til staðar!
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.