Ekki örvænta, það verður enginn skortur á drama, selfies, belfies, fegrunaraðgerðum og jafnvel kynleiðréttingum á næstunni.
Kardashian kerlurnar vita hvað þær syngja enda gerðu þær samning við sjónvarpsstöðina E! upp á 100 milljónir dollara. Slíkri upphæð væri aldrei hægt að koma fyrir í einni Prada tösku. Hvað þá Michael Kors! En það má kaupa ansi margar þannig fyrir þessa peninga! OMG.

Að sögn UsWeekly er þetta hæsta upphæð sem sjónvarpsstöðin hefur greitt nokkrum frá upphafi. Það má heita víst að þessar Kardashian dömur vita hvernig á að græða peninga.
Það var Momagerinn Kris Jenner sem skrifaði undir segir heimildarmaður Us en samningaviðræður hafa staðið í um það bil eitt ár. Kris er víst svakaleg í samningum og neitaði að ganga á dyr ef ekki yrði gengið að kröfum hennar.

Hún gerir sér víst fulla grein fyrir að E! lifir á þáttunum um þessar framandi konur en það eru þær Kim, Khloe Kourtney og svo Kendall og Kylie sem munu birtast í fjórum þáttaröðum til viðbótar af Keeping Up With the Kardashians og spin-off þáttum.

Bruce Jenner sem er á leið í kynleiðréttingu verður ekki með í þáttunum enda með sína eigin seríu í bígerð um endurfæðingu sína í nýjum líkama.
Samningurinn hamlar ekki stelpunum að gera sína eigin þætti eða koma fram í öðrum þáttum en Khloe hefur komið fram sem kynnir og fleira í öðrum þáttum.
Einnig hefur heyrst að yngstu systurnar eigi eftir að vera meira áberandi í komandi þáttaröðum.
Þið KUWTK fíklar getið semsagt andað léttar! Góða skemmtun!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.