Kanye West er farinn að hegða sér eins og óttalegur vargur þegar kemur að stjórnsemi og frekju!
Kim og Kanye eru stödd í París um þessar mundir en Kanye vildi alls ekki leyfa þriggja mánaða gamalli dóttur sinni að koma með í ferðina því hann vildi fá Kim út af fyrir sig í nokkra daga.
Kim og Kanye eða Kimye eins og þau eru kölluð vestanhafs voru á tískusýningu Givency um helgina en Kim mætti í afar þröngu og flegnu og fékk gríðarlega athygli fyrir vikið.
Önnur ástæða sem Kanye gaf upp var sú að hann vildi ekki taka North með til að vernda barnið fyrir flössum papparassanna sem hafa verið mjög ágengir við parið. Kim er enn með North á brjósti og var þetta mjög erfið ákvörðun (akkúrat) en Kim lét undan og Kanye er alsæll að fá dömuna sína út af fyrir sig.
Kanye vill ólmur koma Kim sinni aftur á kortið og hafa þau heimsótt tískurisana Givency, Chanel og Celine en Kanye vonast til að Kim fari að ganga í fatnaði frá þeim og verði aðeins smartari en áður.
Sá orðrómur er einnig á kreiki að Kim sé að skoða brúðarkjóla en Kanye þráir ekkert heitar en að ganga upp að altarinu með elskunni sinni og vonar líka að hún fari að koma með fleiri börn í heiminn fyrir hann! Helst sem fyrst.
Ég veit ekki hvað ég á að halda orðið um Kanye, meiri frekjan í manninum alltaf hreint. Ég hélt að Kim væri sjálfstæðari en þetta en það er greinilegt að kappinn hefur einhver tök á henni og hún yfir sig ástfangin af honum!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig