Fyrir haustið ákvað Karl Lagerfeld að vekja fólk til umhugsunar um hlýnun jarðar með því að flytja um 30 tonn af ís frá Svíþjóð til Frakklands.

Þá gengu fyrirsæturnar um tískupallinn í haust og vetrarlínunni meðan ísinn bráðnaði á pöllunum klæddar trufluðum feldum, loðkápum, ullarkjólum, þykkum peysum og stígvélum.
Ég er alveg að fíla framtakið hjá Karli Lagerfeld enda hefur ekki hefur farið framhjá neinum á íslandi að hlýnun jarðar er orðið að veruleika.
Ísbirnir svelta og eru byrjaðir að leita á önnur mið. Byrjaðir að ganga á land grindhoraðir, bæði hér heima og á Grænlandi þar sem þeir eru plaffaðir niður af veiðiglöðum vitleysingum.
Það þyrftu fleiri að taka hann Karl Lagerfeld til fyrirmyndar með því að sýna umhyggju og vekja enn fleiri til umhugsunar þegar kemur að dýrunum og jörðinni okkar.
En Karli Lagerfeld er fleira til lista lagt- og það má segja að karlinn rokki í hvert sinn sem hann sendir eitthvað nýtt frá sér með fatalínu sinni.
Hárið var vel túberað á fyrirsætunum og förðunin frekar mild, varir náttúrulegar, kinnalitur í ljósbleikum og peach litum á meðan augun eru mjög áberandi og smókí.
Hér gefur að líta það sem Karl leggur til að við klæðumst í kuldanum í haust og vetur…
http://www.youtube.com/watch?v=9NzOE4LAzJ0
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.