Það getur stundum verið vandasamt að ákveða hvert á að fara þegar mann langar á kaffihús en sjálf á ég mér nokkur uppáhalds og það fer eftir skapi og félagsskap hvaða stað ég vel hverju sinni .
Mig langar að deila með ykkur mínum 10 uppáhalds kaffihúsum:
- FRÚ BERGLAUG á horni Laugavegar og Bergstaðastrætis: Fallegt kaffihús í gamla stílnum með góðum heimilismat og bestu humarsamloku í heimi, í hana er humarinn sko ekki sparaður, fullt af salati og sósað speltibrauð ooooof gott! Hér eru líka nýjustu tímaritin og barnvænt í ofanálag svo þetta fær fyrsta sæti hjá mér;)
- FJALLKONUBAKARÍIÐ á horni Laugavegar og Klapparstíg: Besta aðstaðan fyrir börnin, heimilislegt og fjölbreyttar
- EYMUNDSSON Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG: Hvort sem maður er í stuði til að skoða blöð og bækur eða skoða mannlífið þá er þetta staðurinn.
- IÐA Í LÆKJARGÖTU Frábært því hér er bókabúð, kaffihús og sushitrain. Þegar ég vil dekra við mig fæ ég mér sushi og skottast svo í bókabúðina og sest með nýjustu tímaritin á kaffihúsið.
- KAFFISMIÐJAN Á FRAKKASTÍG: Hér er kaffið listgrein og alltaf troðfullt. Mér finnst best að taka morgunkaffi og spjall hér áður en haldið er út í daginn.
- KAFFITÁR Í BORGARTÚNI: Huggulegt og barnvænt, með góðu kaffi og dásamlegum beyglum. Hér sér maður líka oft fólk á „vinnufundum“.
- MUFFIN BAKERY Í HAMRABORG: Leynd perla í Kópavogi. Ekta stórar amerískar múffur og eðalkaffi ásamt léttum réttum.
- MOKKA: Því það er alltaf eins og vekur upp æskuminningar sem fá mann til að panta heitt súkkulaði með rjóma og belgískar vöfflur.
- BABALÚ Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG: Hippalegt og skemmtilegt kaffihús. Mér líður alltaf eins og í erlendri háskólaborg því hér er smekkfullt af erlendum háskólanemum. Mæli með súkkulaði-bananacrépes eða breskum scones með smjöri og marmelaði.
- TE & KAFFI Á LAUGARVEGI: Í felum við hlið Brynju er þetta notalega kaffihús sem ég fer á þegar ég vil fá frið til að vinna í tölvunni minni eða halda vinnufund.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.