Þetta myndband snertir mig sérstaklega. Ég var svona krakki. Sífellt á iði, talaði mikið og átti erfiðara með að læra sumt en annað.
Mér fannst erfitt að fókusera á stærðfræði en svo las ég Laxness í frímínútum. 10 ára. Ég var mikið skömmuð og skikkuð til fyrir það eitt að vera eins og ég var – “öðruvísi”. Kerfið kunni enga leið til að mæta mér en aldrei var ég spurð hvað ég teldi virka best. Sem betur fer er þetta breytt í dag og börn þurfa ekki að alast upp við að hlusta á endalaus ámælisorð fyrir það eitt að vera bara eins og þau eru. Iðandi, fjörug, spurul og krefjandi.
Hér eru nokkrir krakkar sem vert er að hlusta á. Sérstaklega ef þú ert kennari, nú eða bara foreldri svona barns. Ég veit að ég hefði sannarlega haft gott af því að fá að koma svona skilaboðum til minna kennara þegar ég var lítil stelpa. Hlustið:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.