Ég vissi að sambandið mitt væri gott sem komið í hundana þegar ég og þáverandi kærastinn lágum uppi í rúmi eitt kvöldið, nýbúin að gera það á allan mögulegan hátt. Hann lá á bakinu kófsveittur og í einhverju móki muldrar hann við sjálfan sig í svona… “hvað er eiginlega málið hjá mér?” tón:
“Mér finnst gott að sofa hjá þér, þú eldar góðan mat og mér líður vel með þér, samt er ég bara … ” svo kom hrikalega löng og vægast sagt óþægileg þögn sem ég botnaði sjálf í huganum: “.. ekki hrifinn af þér.”
Kannski átti ég ekkert að heyra þetta en ég gerði það nú samt og satt að segja fauk í mig. Á þessum tíma fannst mér alltaf vera sama sem merki á milli þess að stunda kynlíf og að elska. Ég taldi mig líka elska þennan alveg fullt. Þarna lá ég sem sagt eins og dívan sjálf, alsnakin og í öllu mínu veldi með þessum durg sem var bara í sjálfsskoðun og sjálfselsku! Honum var nákvæmlega sama um mig.
Áíiiii, hvað það var vont að heyra þetta! Þetta var þó sparkið sem ég þurfti til að slíta mig lausa. Já, frá og með þessari stundu ákvað ég að fá bara útrás í skemmtilegu kynlífi með þessum, ekkert ástarvæl og bla,bla, heldur nota hann bara til fullnæginga. Hanga í þessu upp á þennan kynlífsdíl til að laða að mér betri mann. Ég veit ekki hvort það er sniðugt að hugsa leitina að hinum eina rétta út eins og formúlu, en ég gerði það nú samt:
Gott kynlíf = ánægð kona. Ánægð kona = karlmennn vilja hana.
Þetta var ekkert flókið og ég þurfti ekki að finna mann í djobbið, hann lá þarna í rúminu og dugði í bili.
Kynlíf er gott og þegar við fáum nóg af því höfum við fallega útgeislun. Trúðu mér, ég veit hvað ég segi. Hver hefur til dæmis ekki tekið eftir því að vera single, fara svo í samband og þá allt í einu verða enn fleiri menn eða konur spólandi á eftir þér. Stundum ef ég sé konur sem eru geislandi og kynþokkafullar hugsa ég að hún sé greinilega að ‘fá eitthvað heima hjá sér þessi’.
Svipað get ég sagt um konur sem eru alltaf í fýlu og með leiðindi. Það er nokkuð víst að þær fá ekkert. Og fólk sem er of sparsamt á sig í kynlífinu, hvort sem það er í sambandi eða einhleypt… hvað get ég sagt annað en: það sést á fýlusvipnum. Þetta fólk verður með tímanum þurrkuntulegt og vantar alveg sexappíl – sem er svo sjarmerandi.
Mig langar sjálfa í mann sem er ÆSANDI FAGUR og strákarnir vilja líka svona konu, held ég.
Málið er að smyrja pípurnar reglulega þannig að þær pumpi kynþokka út í blóðið og við löðum til okkar sjarmerandi fólk. Ef þú ert að dinglast í vonlausu sambandi og kemst ekki út, hugleiddu þá þessa veiðitækni.
Ef þú ert aftur á lausu ættirðu kannski að ná þér í góðan leikfélaga sem dugir þér í bili -nákvæmlega eins og minn gerði.
[poll id=”12″]
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.