Flestir miðlar heims hafa í dag flutt fréttir af því að ástralska fyrirsætan og hönnuðurinn L’Wren Scott, hafi fundist látin í glæsiíbúð sinni í Manhattan í morgun.
Scott var kærasta söngvarans Mick Jagger í Rolling Stones um margra ára skeið en allar líkur leiða til þess að hún hafi tekið sitt eigið líf.
New York Daily News segir að Scott hafi um kl.8.30 í morgun sent sms og beðið aðstoðarkonu sína um að koma til sín í íbúðina. Þegar aðstoðarkonan kom, var Scott látin. Hún hafði hengt sig. Talsmaður Mick Jaggers segir söngvarann ástsæla í miklu áfalli yfir fréttunum en hann frestaði tónleikum í Ástralíu vegna þessa og ekki er vitað hvaða áhrif lát Scott mun hafa á fyrirhugaða tónleika Rollings Stones í álfunni.
Í frétt Daily Mail er látið að því liggja að Scott hafi verið mjög skuldug og skammast sín mikið fyrir þau vanskil sem hún var komin í.
Scott vakti mikla athygli í tískuheiminum fyrir að vera einstaklega hávaxin en hún var 194 sentímetrar á hæð. Hún naut mikillar velgengni snemma á ferli sínum og sat ung fyrir hjá fyrirtækjum á borð við Calvin Klein og Chanel.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.