Það hefur verið mikið fjaðrafok á öllum miðlum eftir framkomu Miley Cyrus á sunnudagskvöldið á VMA verðlaunahátíðinni og það virðist sem að allir hafi gleymt frábærri frammistöðu Justins í smjattinu og slúðrinu.
Justin fór yfir öll sín bestu lög og stærstu “hittarana” en sýningin sem hann bauð uppá var fimmtán mínútur samtals og geri aðrir betur. Justin söng og dansaði með allan tímann án þess að klæða sig úr einustu spjör. Kappinn vann einnig til verðlauna þetta kvöld og meðal þeirra var myndband ársins fyrir lag hans “Mirrors”.
Það sem flestum fannst þó skemmtilegast við flutning hans var þegar meðlimir hljómsveitarinnar NSync komu fram með honum og sungu lögin Girlfriend og Bye Bye Bye. Salurinn gersamlega trylltist þegar hljómsveitin kom fram og þetta lá víst í loftinu í smá tíma en meðlimirnir vildu ekkert gefa upp.
Ég mæli með því að þú skoðir frammistöðu Justins hér að neðan og NJÓTIR! Eftir að hafa horft á þessa sýningu þá dauðlangar mig á tónleika með kauða.
http://www.mtv.com/videos/misc/948700/mtv-vma-video-vanguard-medley.jhtml#id=1712596
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig