Justin Theroux, kærasti Jennifer Aniston, er frekar spes týpa en honum finnst gaman að gefa vinum þeirra egg.
Ástæðan er frekar einföld en parið er með um 10 hænur á heimili sínu í Los Angeles og munu þær aðallega vera áhugamál Justins.
Hann segir að þessi gæludýr sín verpi svo mörgum eggjum að hann eigi ekki annara kosta völ en að gefa þau.
Þessu greindi hann frá í viðtali við Chelsea Handler og bætti við að þau væru líka með einn hana.
“Ég er að reyna að láta hann ekki vekja mig fyrir allar aldir á morgnanna.”
“Við erum með allt of margar hænur sko. Heilar tíu. Hver hæna verpir að minnsta kosti tveimur eggjum á dag svo við fáum allt of mikið af þeim en mér finnst bara krúttlegt að gefa þau. Þetta er svona bændastemmning. Maður gefur gestum sínum egg.”
Leikarinn, sem er 42 ára, segir margt hafa breyst eftir að hann fór að vera með fyrrum Friends stjörnunni Jennifer Aniston. Hann gerir sitt besta til að komast í gegnum fjölmiðlafárið og segir að fólk komi öðruvísi fram við sig nú en áður.
“Það eru mikið fleiri sem heilsa mér og ég held ekki að það sé vegna hlutverksins í John Adams. Ég lærði samt mjög hratt að spila ekkert með í þessu. Þetta hefur verið reynsla en ekki eins dramatísk og margir myndu halda.”
“Það eru aðallega bara slúðurblöðin sem fara í taugarnar á mér. Stundum kemur til dæmis bara einhver þjónustustelpa upp að manni á veitingastað og óskar manni til hamingju með ég veit ekki hvað… þríhöfða barnið sem við vorum að eignast eða eitthvað…”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.