Ég elska árin milli 1950-1960; Tónlistina, klæðnaðinn, lífstílinn, húsgögnin og bara restina. Allt nema ójafnvægið milli kynjanna á þessum tíma.
Og þó… kannski væri maður bara til í að vera heimavinnandi húsmóðir eins og konur í þá daga?
Fara í lagningu einu sinni í viku. Standa með svuntu í eldhúsinu, raulandi að steikja ástarpunga og taka slátur. Kannski er það bara uppskriftin að hamingjunni? Hver veit?
Hér sérðu gyðjuna Julie London syngja lagið Cry me a river sem er einskonar “I will survive” síns tíma. Julie frumflutti þetta fallega lag árið 1953 en síðan hafa margir sungið það við misgóðar undirtektir.
Hugsanlega fór sögupersónan sem Julie túlkar þarna á sjálfseflingarnámskeið fyrir konur og lærði að segja hingað og ekki lengra við alkann sem hún býr með? Hún er allavega drop dead flott. Hvert átfittið á fætur öðru sem getur látið stelpur á aldrinum fjögurra til áttatíu og fjögurra falla í yfirlið. Mig langar t.d í samfestinginn og bleika kjólinn sem kemur í lokin. Þvílíkur undraglamúr!
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=SwheXIa8Cl0[/youtube]

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Er hænuhaus. Hef thing fyrir Marilyn Monroe og svona sitthvað fleira.
2 comments
Sammála – BARA flott!!!
Hérna til hægri er hægt að “vota” Ég er …. og þó ég sé sjálf innan aldursmarkanna þá held ég að pjattrófur geti verið á öllum aldri og þó
maður verði 55 hættir maður bara ekkert sí svona að vera pjattrófa!
Einu sinni pjattrófa – ALLTAF pjattrófa 🙂 – það sannaði amma mín.
Flott lag,flott kona,flott outfit…en hurðaskellirnir voru 2 much!!
Lokað fyrir athugasemdir.