Bandaríska leikkonan Julianne Moore er meðal þeirra glæsilegustu í glysborginni og eldist einstaklega vel án aðstoðar, að virðist, fegrunarlækna en mögulega kemur austurlensk heimspeki sterk inn í staðinn.
Þessar myndir voru teknar af henni í fyrradag þar sem hún var á leið í jógatíma í New York.
Julianne var svartklædd frá toppi til táar í stuttermabol, jógabuxum, stuttri kápu og í Birkenstock sandölum. Hún var líka með stóra og fallega tösku frá Balenciaga og stór sólgleraugu og leit einstaklega vel út algjörlega án alls farða.
Julianne, sem er tveggja barna móðir, segist stunda Ashtanga jóga þrisvar í viku og hina dagana hleypur hún.
Leikkonan hefur fengið fjórar tilnefningar til óskarsverðlauna en fékk Emmy nýlega fyrir að leika Söru Palin í HBO myndinni Game Change. Hún skrifar líka barnabækur en hennar síðasta mynd ber heitið: My Mother is a Foreigner, But Not to Me.
Meiriháttar flott kona hún Julianna Moore og gaman að fylgjast með henni. Hún velur yfirleitt alltaf góðar myndir að leika í og heldur því eflaust áfram enda klár og með góðan smekk.
(heimild)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.