Leikkonan Julia Roberts er forsíðustúlka Marie Claire í desembermánuði. Þar talar hún meðal annars um fjölskylduna, Óskarinn og samfélagsmiðlana svo fátt eitt sé nefnt.
Julia segir að samfélagsmiðlar séu eins og candyfloss, þú heldur að það sé æðislegt en svo að lokum ertu með klístraða fingur og veist ekki hvað þú átt að gera næst. Hún segist ekki vera hrifin af þeim og hafi ekki tíma til að sinna Facebook, Twitter eða öðrum samfélagsmiðlum því það sé nóg að gera, fjölskyldan hafi forgang og því næst vinnan.
Julia segist einnig vera búin að njóta þess að vera leikkona í öll þessi ár því hún vissi alltaf að stórir hlutir myndu gerast og það hlutverk sem væri rétt fyrir hana myndi koma til hennar, einfaldlega vegna þess að hún sýnir leiklistinni áhuga og sinnir henni eftir bestu getu; þú uppskerð eins og þú sáir er mottó dömunnar.
Julia vann á sínum tíma Óskarinn fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Erin Brockovich. Hún segir að allir leikarar stefni að því að vinna Óskarsverðlaun en það er ekki alltaf gefið að þú fáir þannig hlutverk að það sé keppnishæft í óskarinn.
Leikkonan segist einnig ekki “gúggla” sjálfa sig, hún hafi alls engan áhuga á því. Henni líki mun betur við það að tala við fólk í eigin persónu heldur en að vera úthúða því á netinu eða sjá neikvæðar umræður um sig sjálfa. Að lokum segir hún að ef fólk sé reitt út í hana sé mun einfaldara að koma og tala við sig heldur en að vera með skítkast á netinu, henni leiðist ekki gamaldags slagsmál og sé alveg tilbúin að lyfta hnefunum á móti fýlupúkum.
Julia hefur átt mjög farsælan feril sem leikkona, hefur sjaldan verið í slúðurpressunni og er með báðar fætur niðri á jörðinni. Flott dama!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig