Nýlega skrifaði Díana um mjög leynilega tískusýningu sem fór fram í New York…
…Það var hönnuðurinn Tom Ford sem hélt sýninguna fyrir nokkra útvalda gesti til að sýna nýjustu línu sína sem fer í sölu núna í janúar.
Í nýjasta eintaki V magazine sem er númer 69 er mjög flottur myndaþáttur sem inniheldur þessa nýjustu línu Tom Ford.
Það er Julia Restoin Roitfeld (dóttir Carine Roitfeld, fyrrverandi ritstjóri franska Vogue) sem að fær þann heiður að klæðast fötunum. Mjög flottar myndir sem eru látnar líta út fyrir að hún hafi tekið þær sjálf. Og makeupið og hárið er alveg ´perfect´.
Lesið meira um ´leyni´ tískusýninguna hér. Muy bien!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.