Hér er hugmynd fyrir foreldra unglinga og stálpaðra krakka um hvað skuli gera um helgina…
Þið skellið ykkur í Jónsmessugöngu á fjallið Þorbjörn, skemmtið ykkur við varðeld þar sem Hreimur Örn og Vignir Snær úr Vinum Sjonna spila á gítar og taka nokkur góð lög og endið svo í miðnætursundi í Bláa Lóninu.
Dagskráin er svona:
Lagt verður af stað gangandi frá sundlaug Grindavíkur kl. 20:30 og er áætlað að ferðin taki um þrjár klukkustundir. Hópstjóri verður með í för en allir eru á eigin ábyrgð.
Hreimur og Vignir munu skemmta með söng og spili við varðeld á fjallinu einnig í Bláa Lóninu þar sem gangan endar en Bláa Lónið er opið óvenju lengi þetta kvöld eða til klukkan 24:00.
Enginn þátttökukostnaður er í gönguna en þátttakendur greiða aðgang í Bláa Lónið. Þáttakendur eru hvattir til að skrá sig í Vinaklúbb Bláa Lónsins og fá þá sérkjör í Lónið: aðeins 1950 kr aðgangseyri.
Þetta er auðvitað æðislega skemmtilegt fyrir mömmur og/eða pabba að upplifa saman með eldri krökkum, eða bara vinkonuhópinn, gönguhópinn í vinnunni eða hvern sem er.
Þú getur skráð þig í vinaklúbbinn HÉR.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.