Um þessar mundir stendur yfir dásamleg málverkasýning á Kjarvalsstöðum. Sýningin sem ber heitir FLÆÐI er eitthvað sem enginn fagurkeri ætti að láta framhjá sér fara.
Á þessari óvenjulegu sýningu gefst almenningi tækifæri til að sjá stóran hluta af safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningin tekur stöðugum breytingum þá tæpu fjóra mánuði sem hún stendur yfir en verkum verður sífellt skipt út á sýningartímanum, jafnvel meðan gestir eru viðstaddir. Það má því búast við spennandi sýningu þar sem gestum gefst kostur á að kynnast safneign Listasafns Reykjavíkur á nýjan og spennandi hátt.
Listasafnið hefur leitað til þjóðþekktra einstaklinga og fengið þá til að velja sér uppáhaldsverk á sýningunni en meðal þeirra er borgarstjórinn okkar hann Jón Gnarr. Verkið sem hann valdi sér og kynnti í síðustu viku kemur nokkuð á óvart eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.
Næst til að velja og fjalla um sitt uppáhaldsmálverk er leikkonan og sjarmatröllið Guðrún Ásmundsdóttir en hún mun fræða safngesti um val sitt klukkan 12:15 næsta fimmtudag.
Ekki missa af þessari sýningu hvort sem þú ert fagurkeri, listunnandi eða almennur unnandi íslenskrar menningarsögu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=RLCVF3Sx3L8&feature=share&list=UUpfscnAxEct9jdQZDNQ9jOQ[/youtube]Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.