Áttu enn eftir að finna jólagjöf fyrir karlmanninn í lífi þínu? Hvort sem það er stóra ástin, litli frændinn, pabbi eða elskhugi? Hér koma nokkrar æðislegar hugmyndir sem eiga ekki eftir að valda honum vonbrigðum…
Eyþór, hlý og klæðileg úlpa frá Cintamani
Jólagjöfin fyrir hann er Eyþór (ekki verra ef hann heitir Eyþór) til í brúnu, hvítu og svörtu. Þetta er úlpa sem hreinlega rústar kuldabola.
Ytra byrði úlpunnar er blanda af nylon og bómull og hrindir frá sér vatni, úlpan er vatteruð og stærð hettunnar er stillanleg og hægt að taka hana af. Á hettunni er ekta loðskinnskragi sem hægt er að hneppa af. Það eru fjórir vasar að framan, tveir af þeim flísfóðraðir og svo eru tveir brjóstvasar. Neðst á ermum er franskur rennilás til að stilla vídd á ermi. Stillanleg teygja í mitti, á hettu og við fald. Hægt að renna rennilás í báðar áttir. Flott og klæðileg úlpa sem gerir strákinn þinn flottan í vetur.
Kostar kr 43.900 hjá Cintamani
_________________________________________________________________________
Apple TV
Apple TV er algjörlega frábær græja sem gerir ykkur meðal annars kleift að kaupa áskrift að Netflix eða Hulu (amerískir þættir, sýndir á sama tíma og þeir eru sýndir úti fyrir 8 dali á mánuði). Þið getið leigt myndir á iTunes, spilað tónlist og kvikmyndir úr tölvunni gegnum sjónvarp og heimabíó, hlustað á endalaust magn af frábærum erlendum útvarpsstöðvum, spilað tölvuleiki, sýnt myndir og video þráðlaust úr símanum og margt, margt fleira. Á mörgum heimilum er Apple TV meira notað en brauðristin.
Kostar 26.000 kr í iStore í Kringlunni.
_________________________________________________________________________
Geit
Á Geitasetrinu í Borgarfirði er hægt að fóstra geitur. Það er snilldarhugmynd að taka geit í fóstur og fá að hitta hana tvisvar á ári með alla fjölskylduna. Þetta er góð gjöf fyrir menn með húmor, nú eða unnendur landbúnaðar á Íslandi. Þar sem nú er stutt til jóla gæti verið snjallt að fá þau til að koma með ættleiðingarpappírana í bæinn fyrir mánudaginn í stað þess að láta í póst.
Geit í fóstur kostar 8000 krónur á ári og þú finnur geitina HÉR
_________________________________________________________________________
Gjafabréf í MJÖLNI
Allir alvöru karlmenn vilja æfa hjá Mjölni sem er eitt skemmtilegasta íþróttafélag landsins. Maðurinn þinn (eða unglingurinn) verður líklega ekki svikinn að fá gjafabréf í einkatíma eða Víkingaþrek hjá Mjölni. Hann fær sannarlega útrás fyrir karlmennskuna og kemur sér í sjúklega gott form á næsta ári – sem er ekkert leiðinlegt fyrir þig.
HÉR finnur þú allt um MJÖLNI og gjafabréfin þeirra.
_________________________________________________________________________
Jólapakki Icelandair
Það er ekki leiðinlegt að fara til útlanda og yfirleitt langar mann að taka einhvern með sér. Ef þú gefur þínum heittelskaða gjafabréf til einhverrar borgar í heiminum er líklegt að það líði ekki á löngu þar til þú ert komin upp í flugvél með honum á leið í rómantíska helgarferð.
Þetta er svolítið svipað og þegar karl gefur konu sinni hrærivél eða svuntu – þú kemur líklegast til með að njóta þess með honum. Nú og ef ekki þá kemur hann að minnsta kosti kátur til baka eftir gott frí.
Pakkarnir eru frá 31.900 upp í 250.000 (með Saga Class til Seattle) og þú kaupir þá HÉR.
_________________________________________________________________________
Nótt og kvöldverður á Hótel Rangá
Talandi um rómantíska helgi... Gjafabréf Hótel Rangá er draumur í dós eins og við sögðum í síðasta lista.
Hægt er að velja á milli 4 mismunandi gjafabréfa á Hótel Rangá. Þar að auki getur hótelið útbúið sérhönnuð gjafabréf sniðin að þínum óskum. Komdu karlmanninum í lífi þínu á óvart með gjöf sem þið munuð bæði seint gleyma.
10% afsláttur af öllum gjafabréfum út desember (gæti líka verið frábær nýársgjöf).
_________________________________________________________________________
Moose Head x 3
Þetta er snilld fyrir litla frændann eða einkaþjálfarann þinn, nú eða stóra frændann sem er alltaf með slæmt hár.
Gjafasett með þremur vinsælustu hármótunarvörunum frá Moosehead á verði tveggja. Hverja tegund má nota eina og sér eða finna sína fullkomnu blöndu úr öllum þremur tegundunum.
Defining paste: Mikið hald og gefur örlítinn gljáa. Hentar flestum strákum.
Gritty styling clay: Leir sem gefur matta áferð og mikið hald
Grubby putty: Gefur frjálslegt útlit á augabragði. Hentar vel í blautt hár.
Kostar frá 2800 – 2900 og fæst í Lyfju, Lyf og Heilsu og flestum Hagkaupsbúðunum.
_________________________________________________________________________
Spice Bomb frá Victor & Rolf
Þessi ilmur algjörlega rokkar fyrir strákana enda Victor & Rolf einstakir snillingar í að útbúa góða ilmi. Ávanabindandi, kynþokkafullur og karlmannlegur ilmur sem hentar vel fyrir sjálfsörugga og flotta karlmenn. Kemur í fallegri gjafaöskju sem inniheldur ilminn í 50 ml flösku, 50 ml sturtusápu og 50 ml krem til að bera á eftir rakstur.
Kostar 9.980 og fæst hjá Lyf & Heilsu í Kringlunni og í flestum Hagkaupsverslunum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.