Jæja það eru korter í jól og þú veist ekkert hvað þú átt að gefa karlinum, pabba, bróður eða syni..
Hér eru 10 góðar hugmyndir að íslenskum gjöfum:
1. Staðalbúnaðurinn
Armband frá Orri Finn
Það þurfa allir Akkeri í lífinu. Flestir íslenskir karlmenn eiga tengingu við sjóinn, hvort sem þeir eru á sjó, hafa verið það eða eru “bara” afkomendur sjómanna.
Úr frá Gilbert Úrsmið
2. Tískan
Viðarslaufurnar frá Hannah eru brjálæðislega töff og hátíðlegar.
Skyrtan á Skólavörðustíg 21 (þar sem Fatabúðin var) er með flottar skyrtur fyrir alla, alíslensk hönnun að sjálfsögðu!
Jakkafötin eru að frá Kormáki & Skildi, tímalaus klassík!
3. Myndlist
Persónuleg gjöf og falleg í ramma, mikið er til af númeruðum og árituðum eftirprentunum eftir íslenska myndlistamenn:
Eftirprent eftir Siggeir Magnús Hafsteinsson“Sig Vicious” (þessi hentar Star wars nördunum)
Stafur frá Siggu Rún úr línunni “Líffærafræði leturs” , fæst í Spark Klapparstíg.
Teikningar eftir Jóhann S. Vilhjálmsson (þessar eru 12x17cm)
4. Litla “auka” gjöfin
Kertasníkir á það til að lauma smá gjöf í skóinn sem karlinn vantar á aðfangadag, hvort sem hann er kokkurinn í eldhúsinu eða þarf að punta sig þá eru hér nokkrar hugmyndir:
Svunta fyrir kokkinn, með persónulegri áritun frá Bros
Landi- Herrailmurinn frá Reykjavík Distillery er ekta fyrir íslenska karlmenn!
fæst í verslununum Kraum, Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar, Fríhöfninni og Saga Boutique
Jólabjór til að koma karlinum í jólagírinn (tilvalinn með uppvaskinu)
Besti jólabjórinn 2014 er frá Ölvisholti
5. Bókin
Þessi lofar góðu, var “Bók Mánaðarins” hjá Eymundsson og henni fylgir meira segja flott “Soundtrack” eftir Árna Berg Zoëga!
Hrímland eftir Alexander Dan Vilhjálmsson
Hrímland er eyja í norðri sem mettuð er af yfirnáttúrulegum öflum. Sæmundur óði er við það að missa tökin á raunveruleikanum. Það eina sem skiptir hann máli er að komast nær uppsprettu galdurs. Svarið sem hann leitar gæti leynst í forboðnum svartagaldri – en sönn uppljómun krefst blóðugrar fórnar. Reykjavík er byggð af mannfólki, huldufólki, marbendlum og hrafnættuðum náskárum.
6. Tónlistin
Skálmöld gefur út hverja snilldina á fætur annarri og menn (og konur) á öllum aldri fíla þá!
7. Innanhússhönnun
Hef sjaldan séð jafn TÖFF ljós!!
Eldleiftur-Koparljós eftir Jón Helga Hólmgeirsson
8. Hlýjaðu honum
Vinsælt er að fá hlýja gjöf á þessum kaldasta tíma árs, hér eru 3 hlýjar hugmyndir:
Snæfell Anorak frá 66°N, bara töffastur..
Njáll íslensk ullarpeysa frá Geysi
Klassískt snið í 4 fallegum litum.
Ullarsokkar- Geysir
Lágir eða uppháir í æðislegum litum
9. Snyrtivaran
Íslensk skeggolía fæst í Hannah
Nafnið “Fit For Vikings” segir allt sem segja þarf um þessar óviðjafnanlegu olíur. Handunnar af íslenskum víkingi í Noregi og fást í mörgum mismunandi ilmtegundum, mjög ólíkum en sérstaklega ljúfum. Olíurnar koma í veglegum gjafaöskjum og tilbúnar í pakkann hans. (30 ml.)
Soft Shaving Raksturskrem frá Purity Herbs er íslensk framleiðsla.
Húðdroparnir frá EGF gera kraftaverk, veita raka og slétta fínar línur.
10. Taskan
Þessir bakpokar frá Reykjavík Harbour fást í Húrra á Hverfisgötu 50
Hugmynd að samverustund með karlinum í þínu lífi er rölta niður í bæ og kíkja á Jólakrás matarmarkaðinn í Fógetagarðinum á morgun, allskonar eðal gúmmelði fyrir alla!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.