Við íslendingar eigum mjög mikið af hæfileikaríku fólki sem hefur atvinnu af því að framleiða fallegar vörur fyrir okkur að njóta.
Hvort sem það er í formi tónlistar, ritlistar, hönnunar, myndlistar eða annars þá er mikil vinna og hugvit á bakvið hverja vöru. Á tímum þar sem fólk hefur aðgang að ódýrum fjöldaframleiddum vörum hvert sem litið er, á netinu, í útlöndum og líka hér heima þá er gott að hafa hugfast að við eigum fjöldann allan af fólki sem skapar gæðavöru og störf og við höfum öll hag af því að versla við “litla manninum”. Þessvegna tók ég saman brot af því besta íslenska fyrir hana:
1. Skartið
Raven (Hrafn) skart frá Aurum, dásamlega fallegt og stílhreint.
Litla Flugan frá Gling Gló
Armband frá Hlín Reykdal
2. Tískan
Í Kiosk Laugavegi 65 má finna það nýjasta og heitasta í íslenskri tísku.
Þessi kjóll er frá Hildi Yeoman:
Multi Dress frá Eygló:
Red window skirt frá Kyrja:
3. Myndlist
Persónuleg gjöf og falleg í ramma, mikið er til af númeruðum og árituðum eftirprentunum eftir íslenska myndlistamenn:
Stafur frá Siggu Rún úr línunni “Líffærafræði leturs” , fæst í Spark Klapparstíg.
Vor eftir Palla Banine, plakat gert fyrir verk íslenska dansflokksins “Emotional”, hægt að kaupa beint af listamanni:
4. Litla sæta gjöfin
PyroPet Kisa, kerti úr smiðju Þórunnar Árnadóttur (fæst í Spark Klapparstíg)
5. Bókin
Því það er ekkert notarlegra á jólanótt en að lesa góða bók og borða konfekt.
Hálfsnert Stúlka eftir Bjarna Bjarnason.
Ung kona finnst illa til reika eftir ellefu ára dvöl í afskekktum skógi í Ástralíu. Sálgreinandi fær það flókna verkefni að komast að því hvað gerðist.
6. Tónlistin
Skýjaborgin- Bestu lög Hjálma síðustu 10 ár.
Klassík sem allir ættu að eiga.
7. Innanhússhönnun
Hef sjaldan séð jafn TÖFF ljós!!
Eldleiftur-Koparljós eftir Jón Helga Hólmgeirsson
8. Hlýjaðu henni
Vinsælt er að fá hlýja gjöf á þessum kaldasta tíma árs, hér eru 3 hlýjar hugmyndir:
“Bið að heilsa niðrí Slipp!”- Helicopter og “Stebbi Stef”
geggjaðar peysur úr merino ull fyrir dömu og herra sem fást í “Baugar og Bein” og Kiosk.
Ullarsokkar- Geysir
Lágir eða uppháir í æðislegum litum
Værðarvoð úr 100% íslenskri ull- Rammagerðin
allir þurfa að eiga eitt til að kúra sig með..
9. Snyrtivaran
Hreinar, náttúrulegar íslenskar snyrtivörur eru langbestar fyrir húðina:
Dásamlegt rakagefandi krem frá VOR
10. Umbúðirnar
Öllu þarf svo að pakka inn í fallegan pappír, þessi er frá Rim og fæst í Baugar og Bein Strandgötu 32, Hafnafirði, en 20% af ágóða sölunnar rennur til Neistans, Félags hjartveikra barna.
Margt af þessu og fleira má finna á Pop Up Hönnunarmarkaðnum í Hafnarhúsinu nú um helgina 20-21 des. Tilvalið að versla dásamlegar jólagjafir þar.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.