Í jólaösinni og brjálæðinu viljum við oft gleyma því að setjast niður og hafa það rólegt og í þau fáu skipti sem við setjumst niður erum við rokin af stað strax aftur til þess að redda hinu og þessu “sem við vorum næstum búin að gleyma”.
Eitt af því sem mér finnst alltaf kósý við jólin eru jólamyndirnar.
Það er svo gott að nýta þær til þess að minna okkur á að setjast niður í allri ösinni, anda inn og anda út og bara slaka smá á, svo er jafnvel hægt að föndra, skrifa á jólakort eða pakka inn jólagjöfum á meðan maður horfir ef maður er í tímaþröng.
Ein mynd á dag kemur skapinu í lag! Svo má líka taka tvær í röð!
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.