Martha Stewart er svolítið sniðug kona en hverri annarri en henni dettur í hug að gera snjókorn úr sykurpúðum til að setja út í heita kakóið?
Reyndar er þetta ágætis hugmynd að gjöf, pakka fallega inn í sellofan með fallegri slaufu, láta fylgja með Swiss Miss kakó og fallegan kakóbolla, gasalega lekkert.
Þú getur lesið uppskriftina á heimasíðu Mörtu en ég held það sé einfaldara að gera hefðbundna fondant uppskrift frá alltikoku.is en þar eru notaðir tilbúnir sykurpúðar sem eru bræddir.
SNIÐUGT!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.