Um helgina var ég á jólahlaðborði þar sem mér var sagt frá sparnaðar- og endurvinnsluráði sem mér finnst einstaklega sniðugt.
Ég geymi alltaf jólakortin frá því í fyrra svo þegar ég gref upp jóladótið rifja ég upp jólin árið áður, andvarpa og velti fyrir mér hvað ég eigi nú að gera við gömlu jólakortin.
Jú auðvitað klippa framhliðina út (það er alltaf einhver falleg mynd framan á kortunum) og gera merkimiða úr kortinu!
Það eina sem þarf er:
- Kort
- Skæri
- Gatara
EINFALT!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.