Nú eru veitingastaðirnir að fara í gang með spennandi jólamatseðla og við á Pjattinu erum byrjaðar að kanna málin.
Sá fyrsti sem við tókum sérstaklega eftir er hjá Tapas Barnum en þar er boðið upp á spænska jólastemmningu á einkar góðu verði.
Kvöldverðurinn hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk. Því næst er boðið upp á sjö ljúffenga tapasrétti sem renna ljúflega niður. Þeir eru sem hér segir:
Tvíreykt hangikjöts tartar með balsamik vinaigrette
Rauðrófu og piparrótargrafinn lax
Spænsk marineruð síld með koriander og mango
Grafin gæsabringa með malt- og appelsínsósu
Hægelduð grísasíða með heimatilbúnu rauðkáli, fíkjum og fjallagrasasósu
Kalkúnabringa með spænskri fyllingu og calvados villisveppasósu
Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús
Eftirréttir
Rise a la mande með berjasaft
Ekta súkkulaðiterta
Verðið er aðeins 5590 kr fyrir allt þetta svo það ættu margir að ráða við að gera sér glaðan dag á Tapas Barnum fyrir jólin en matseðillinn var settur í gang á fimmtudaginn síðasta.
Kíktu á myndirnar af réttunum hér fyrir neðan og ef þú veist um eitthvað ómótstæðilegt jólahlaðborð eða veislu máttu til með að senda okkur tölvupóst! Við erum ólmar í jól – og mat 😉
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.