Jólakort eru svo æðisleg hefð og ég vona svo sannarlega að fólk haldi áfram að senda jólakort á hverju ári.
Þrátt fyrir tölvurnar, símana og alla þessa tækni sem gefa okkur möguleikann á því að senda kveðju á núll einni þá er alltaf viss stemning við að opna jólakortin á aðfangadag. Fá skemmtilega kveðju frá vinum og ættingjum svo ég tali nú ekki um að senda þeim líka netta línu með þakkir fyrir allt það liðna á árinu.
Oftar en ekki þá á ég til að gleyma því að senda jólakort og hugsa alltaf með mér: Á næsta ári ætla ég að vera tímalega með þetta, taka myndir af börnunum og smella þeim í falleg kort með viðeigandi kveðju til hvers og eins. En það á til að klikka, núna í ár ætla ég að vera tímaleg í þessu og senda vinum og vandarmönnum falleg jólakort.
Ég fór að vísu ekki með börnin til ljósmyndara á árinu svo ég verð að smella mynd af þeim sjálf og fór að leita að hugmyndum á netinu og þá kom þessi hugmynd upp.
Bara skella ljósaseríu í kringum barnið/börnin og leyfa þeim að vera þau sjálf. Ljósin gera myndina hátíðlega og jólalega. Nú eða smella mynd af allri fjölskyldunni saman með jólaseríurnar allt um kring!
Skemmtileg og jólaleg hugmynd fyrir jólakortin í ár
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.