Í gær skrifaði ég um frábært fyrirtæki sem framleiðir fallegar myndir til að nota á iPhone, tölvur ofl. Hér er svo önnur leið til að gera lífið persónulegara…
Pósturinn býður upp á ‘persónuleg frímerki’ eða frímerki sem þú getur sjálf hannað og límt á pakkana.
Þetta er nokkuð sniðugt. Þú getur sett hvað sem er á frímerkið, mynd, lógó eða jafnvel litla setningu sem þér finnst skipta máli. Þetta er sniðugt fyrir fólk sem skrifar enn og sendir jólakort á gamla mátann eða þá sem senda pakka úr landi. Það hlýtur að vera voða gaman fyrir íslending í útlöndum að fá jólapakka með mynd af sendandanum eða einhverjum sem er henni kær á frímerkinu. Kannski gæludýrið? Ég myndi alveg vilja sjá hann Tuma Dúa á frímerki. Hann er svo jólalegur. Svo er hægt að gera eins frímerki fyrir brúðkaup eða önnur tilefni.
Til að hanna persónulega frímerkið er hægt að fara á vef Póstsins, hanna mynd og panta svo örk eða arkir en það eru 24 frímerki örk. Pósturinn sendir þetta svo heim innan 5 virkra daga.
Síðasti öruggi pöntunardagur fyrir jól er 14.desember 2011.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.