SELECTED FEMME – Geggjaður leðurjakki með pallíettum
Hjá Selected Femme í Smáralindinni fæst æðislegur leðurjakki. Hann er glæsilegur spari og líka mjög töff með “casual” fatnaði eins og á myndinni þannig að það er hægt að nota hann mjög mikið og hann er algjör “eye-catcher”. SELECTED Femme var á dögunum að vinna Drapes verðlaunin fyrir frábæra hönnun og efnilegasta nýja dömufyrirtækið á markaðnum. Við skiljum það vel enda er þetta frábær verslun sem þú skalt kíkja inn í við fyrsta tækifæri.
Þessi dásamlegi jakki kostar 34.900 kr.
__________________________________________________________
HÓTEL RANGÁ – Nótt og kvöldverður með sæta
Svo er tíu prósent afsláttur af öllum gjafabréfum út desember.
__________________________________________________________
EGF húðvörur – Fyrir slétta og fallega húð
Gjafatöskurnar frá Sif Cosmetics eru glæsilegar snyrtitöskur í hentugri stærð sem innihalda hinar einstöku EGF húðvörur en EGF húðvörurnar eru afrakstur íslenskrar nýsköpunar og vísindarannsókna. Þær innihalda EGF frumuvaka sem stuðlar að endurnýjun húðarinnar og gefur henni frísklegt yfirbragð en vörurnar hafa algjörlega slegið í gegn síðan þær komu á markað.
Gjafataska 1 – Inniheldur fulla stærð af EGF Húðdropum™ (15ml) og ferðastærð af EGF Dagkremi og Húðnæringu (7ml).
Gjafataska 2 – Inniheldur fulla stærð af EGF Húðdropum™ (15ml), EGF Dagkremi (30ml), EGF Húðnæringu (75ml) og tvöfaldan snyrtispegil.
Taska 1 er á 9.900 kr og nr 2 kostar 22.900
__________________________________________________________
KAFFITÁR – Kaffi og súkkulaði namm namm
Kaffi er gott og gjafakassi með Hátíðakaffi, Bógóta kaffi og Marabá kaffi, auk Nóa konfekts, fallegu bókamerki, súkkulaðihúðuðum expressóbaunum og kaffiklemmu er frábær gjöf. Það er líka hægt að fara í Kaffitár og velja í gjafakörfu en gæðakaffi og meððí er sannarlega gjöf sem kemur að góðum notum á öllum heimilum. Næsta skref er svo að fara á trúnó með heitan kaffibolla í hendi.
Þessi fíni gjafakassi á myndinni kostar 4.700 kr.
__________________________________________________________
SKÍFAN – Íslensk tónlist af því hún er góð fyrir heilsuna
Íslensk tónlist hefur sjaldan eða aldrei verið jafn frábær og á þessu ári en hver hljómsveitin á eftir fætur annari hefur slegið algjörlega í gegn, hvort sem það er Ásgeir Trausti, Retro Stefson, Þórunn Antonía, Valdimar, Skálmöld eða Monsters and men, tónlistarfólkið okkar er bara alveg með’etta. Kannski er það eitthvað í vatninu? Svo þarf maður bara að setja góða tónlist á til að komast í gott skap.
Þú færð mesta úrval tónlistar í SKÍFUNNI (og hér á FB).
__________________________________________________________
L’Oreal – Volume Million Lashes maskari
Við gáfum nokkrar svona gjafaöskjur um daginn og prófuðum maskarann í leiðinni. Þetta er frábær gjöf sem við mælum algjörlega með að þú gefir sjálfri þér, eða biðjir um eða gefir vinkonu. Með í öskjunni fylgir svartur blýantur sem er mjúkur og endist vel svo við getum verið með dularfullt og glamúrus augnarráð um áramótin.
Kassinn kostar í kringum 3.700 kr
__________________________________________________________
Blue lagoon SPA – Stinnari bossi næsta sumar
LPG meðferð gerir okkur stinnari fyrir sumarið 2013 og flott að byrja meðferð í janúar. Hjá Blue Lagoon Spa fást mjög sniðug rafræn gjafabréf sem hægt er að nýta í allar nudd, snyrti og spa meðferðir sem SPA staðurinn býður upp á en það væri svo gaman að fá gjafabréf í LPG meðferð til að geta byrjað strax að undirbúa líkamann (bossann og lærin) fyrir sundlaugarbakkann næsta sumar.
Gjafabréfin kosta frá 6.900 – 67.900 – bara spurning hvað sá eða sú sem kaupir vill nota mikið.
__________________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.