Mig langar að segja ykkur aðeins frá dásamlegu vörunum frá L’Occitanemeð rósarilmnum þeirra sem kallast Arlésienne. Lyktin er reyndar blanda af rósum, saffran og fjólu en saman finnst mér þessi blómailmur mynda léttan rósarilm.
Í gærkvöldi prófaði ég sturtukremið og bodyolíuna með þessari lykt, og vá! — mér leið eins og ég væri ný og endurfædd eftir sturtuna. Lyktin er svona létt og hreinleg (ekki svona þung eins og margar rósalyktir). Mig hlakkar alveg til að nota þetta aftur í kvöld!
Bodyolían er í spreyformi, sem er afar hentugt svo olían sé ekki öll út um allt, 3-4 sprautur t.d. á fæturnar og svo berðu á líkamann. Það er sérstaklega gott að nota þessa olíu áður en maður fer að sofa, olían nærir húðina yfir nóttina og þú vaknar silkimjúk og ilmandi en hún gengur líka hratt inn og berst því ekki í rúmfötin.
L’Occitane Arlésienne Body oil
L’occitane Arlésienne Shower cream
Mæli með þessum snilldar vörum! Vörurnar fást í L’Occitane kringlunni. Yndisleg jólagjöf fyrir vinkonu eða mömmu myndi ég segja, því það er jú alltaf gaman að fá smá dekur í pakkann.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com