Þetta er þessi týpíska færsla um ljótar jólapeysur en eftir nokkrar helgar er ég að fara í mitt fyrsta “ljótar-jólapeysur” partý.
Því hef ég, eins og svo oft áður, verið að vafra um á veraldarvefnum í leit að einhverri hræðilegri jólapeysu sem nær samt að klæða mig. Leitin hefur enn ekki borið árangur en mig langar til að deila með ykkur afrakstrinum hingað til.
Glimmerið er samt flott. Þessi peysa er því ekki öll röng.
“All I want for Christmas is you …”
“Fa la la la la …”
Hann hafði pottþétt ekki val.
Það er alltaf ein bleik amma eða frænka í öllum fjölskyldum!
Vonandi blikka ljósin. Ef þau blikka er hún seld!
Bleik jól.
“Last Christmas I gave you my heart …”
Jólakúlur og kögur klikka seint.
Hátíðleg og sniðug.
Að lokum, kannast ekki allir við Merry Christmas Everyone? Ég hafði aldrei séð myndbandið fyrr en núna nýlega en það er álíka skemmtilega hallærislegt og þessar frábæru peysur.
Danstaktarnir, jólasveinninn sem lítur út fyrir að vera drukkinn og það sem ég held að eigi að vera jólaálfur á mínútu 1:26.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.