Oftar en ekki hef ég séð fólk burðast með risastór jólatré inn til sín á hverjum jólum
Fólkið er svo í vandræðum með stærðina á trjánum, skrautið á það og svo ég tali nú ekki um að losa sig við það aftur eftir jólin, svo búa ekki allir stórt.
Ég tók saman nokkrar sætar myndir af litlum jólatrjám til að sýna hversu falleg þau geta líka verið. Það er til dæmis æðislegt að setja eitt jólatré í bastkörfu eða jafnvel blómapott og hafa upp á borði. Skrautið þarf ekki að vera mikið því minna er oft betra. Þá sérstaklega í litlum íbúðum þar sem plássið er ekki mikið.
Jólatréin í bastkörfunum eru samt alveg mitt uppáhald, það er svo hlýlegt að sjá bastkörfurnar og fólk losnar alveg við að sjá jólatrésfótinn. Tréin þurfa alls ekki að vera stór og mikil, frekar nett og sæt. Jafnvel hafa nokkur lítil tré í íbúðinni, það skapar alveg einstaklega skemmtilegan og hlýlegan jólaanda.
Nú er um að gera að fara að huga að jólaskreytingunum fyrir jólin því tíminn flýgur áfram og það hratt!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.