Annar í aðventu er núna um helgina og eflaust margir sem eru að jólastússast eitthvað.
Sjálfri finnst mér alltaf gaman að hlusta á jólalög á meðan ég stend í svoleiðis en er samt mjög vandlát á hvað ég vil hlusta á. Ég er komin með leið á ótrúlega mörgum lögum sem mér fannst vera mjög jólaleg áður enda geta líklega margir verið sammála um það að sum ef ekki flest popp-jólalög sem fá spilun á útvarpsstöðvum hérna á Íslandi eru orðin nokkuð þreytt.
Ég tók saman lista með nokkrum jólalögum sem sum fá einhverra hluta vegna ekki mikla spilun en eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég vona að fleiri en ég komist í rétta jólaskapið við það að hlusta á þessi lög !!
Carol of the Bells – The Bird and The Bee
Christmas (Baby Please Come Home) – Death Cab for Cutie
Christmas is Going to the Dogs – Eels
Blue Christmas – Elvis Presley
Rudolph the Red-Nosed Reindeer – Jack Johnson
Baby It‘s Cold Outside – Chris Colfer & Darren Criss (Glee)
The Christmas Waltz – She and Him
Maybe This Christmas – Ron Sexsmith
Christmastime – Smashin Pumpkins
Have Yourself a Merry Little Christmas – Judy Garland
Silent Night – Sinead O‘Connor
Someday at Christmas – Stevie Wonder
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.