Já jólin eru á næsta leiti og ekki verra að vera vel undirbúin fyrir jólaskreytingarnar í ár
Jólin byrja yfirleitt mjög snemma í IKEA og í ár er það eins, búðin er að fyllast af fallegum jólamunum og þar ættu allir að geta fundið eitthvað fallegt fyrir sinn smekk og stíl.
Ég tók saman nokkrar fallegar myndir úr jólalistanum þeirra fyrir árið 2013 og fékk vissulega jólafiðring beint í æð. Það er svo margt fallegt til. Þau skipta jólavörunum sínum niður í þrjá flokka og eru það flokkarnir, skandinavískt útlit, nútímalegt útlit og klassískt útlit.
Svo eru þau með svo sniðugar lausnir fyrir jólabaksturinn líka, eitthvað sem allir ættu að geta nýtt sér, já jafnvel við sem erum með þumalputta á öllum fingrum þegar kemur að bakstri.
Jóla jóla jóóól, njóttu!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.