Það er alltaf gott að geta styrkt gott málefni, en það er alveg sérstaklega gaman þegar maður getur styrkt gott málefni með kaupum á fallegum, sniðugum og nytsömum hlutum.
Líf styrktarfélag gefur í ár út óvenjulegt jóladagatal til styrktar Kvennadeildar Landspítalans sem fellur einmitt í þann flokk.
Jóladagatalið er óvenjulegt að því leyti að því er ætlað að stytta börnum stundir í desember. Við hvern dag er ein mynd til að lita, á myndunum má finna ýmsar íslenskar sögupersónur t.d. úr Ávaxtakörfunni, Lilla í Brúðubílnum, Skessuna á fjallinu, Latabæ og Skoppu og Skrítlu. Aftan á myndinni má síðan finna ýmsar þrautir, leiki, uppskriftir og annað sem börnin geta dundað sér við.
Jóladagatal Lífs mun aðeins kosta 1.990 kr. og mun það fást í verslunum Hagkaupa og Samkaups frá og með deginum í dag – 20. nóvember.
Allur ágóði af sölu dagatalsins rennur til Lífs, styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans.
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.