Jólin eru að nálgast með öllu tilheyrandi: jólaskraut, jólatré, jólabakstur, jólamatur og jólailmur. Ilmurinn af jólunum er flestum mikilvægur, svo lokkandi lykt af öllu sem tilheyrir jólunum.
Greni, mandarínur, negull, piparkökur, smákökur, glassúr, jólasteikin og jafnvel blandan af ilminum af nýþvegnum náttfötunum og glænýrri bók sem maður sest niður að lesa á jólanótt.
Ég fékk einu sinni ilmkerti með epla og kanililmi í jólagjöf og mér fannst það svo gott að ég var með kveikt á því nánast öll jólin, það kláraðist þó ekki og ég pakkaði því niður með jólaskrautinu og notaði það aftir næstu jól og næstu. Kertið entist yfir þrenn jól og ilmurinn dofnaði ekki. Eftir það hefur þessi æðislegi ilmur frá Yankee Candle verið partur af jólunum hjá mér, þarf ekki annað en að opna lokið þegar jólin nálgast og jólaandinn hellist yfir mig.
Mér finnst erfitt að velja úr öllum jólailmunum sem eru hver öðrum betri og svo mæli ég líka með „Clean Cotton“, ilmur eins og af nýþvegnum þvotti á snúru í sumargolu, algjörlega ávanabindandi.
Það ættu allir að geta fundið sinn rétta jólailm hjá Yankee Candle. Þau eru líka með facebook-síðu þar sem þau gefa 5000 kr gjafabréf hvern föstudag.
Eigið ilmandi góð jól!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.