Sjaldan er eins mikilvægt að kveikja á kertum eins og í kringum jólin. Ekki einasta lýsir þetta okkur í svartasta skammdeginu heldur hlýja þau líka og gera stemmninguna kósí.
Undanfarin ár hefur úrvalið af kertum aukist hér á landi og nú getum við fengið allskonar kerti sem um leið eru skrautmunir ef maður vill. Ég mæli þó ekki með því að láta kerti skrautkerti standa lengi án þess að kveikja á þeim… þau geymast ekki vel.
Ég rakst á flott úrval kerta í Partýbúðinni í Skeifunni en Jón Gunnar, eigandi búðarinnar sagðist nýbyrjaður að flytja þau inn.
Hægt er að fá allt frá rósum og hjörtum yfir í Jesú og engla en kertin kosta á bilinu 190 -1790 kr.
Ég rakst á flott úrval kerta í Partýbúðinni í Skeifunni en Jón Gunnar, eigandi búðarinnar sagðist nýbyrjaður að flytja þau inn.
Hægt er að fá allt frá rósum og hjörtum yfir í Jesú og engla en kertin kosta á bilinu 190 -1790 kr.
Sérstaklega þóttu mér sæt hjartakertin en þau minntu mig á latnesku galdrabúðirnar í Los Angeles þar sem hægt er að kaupa kerti fyrir hvern galdur. Með öðrum orðum, þú getur keypt þér hjartakerti og beðið svo ástarbæn til að fá sanna ást endurgoldna. Jesú og englakerti gætu líka komið sér vel við sambærileg tilefni og svo er alltaf gott að eiga góð ilmkerti.
Kíktu…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.