Minimalískar jólagjafapakkingar

Minimalískar jólagjafapakkingar

jól3

Eftir örfáar vikur fyllir jólaandinn flest heimili sem verða flæðandi með pökkum, fallegum skreytingum, ljósum og ilmandi steikum.

Næstu vikurnar verða því margir að klára jólainnkaupin og að pakka inn fallegum gjöfum sem gleðja. Ánægjulegast af öllu jólastússinu þykir mér að pakka inn gjöfunum sem verða minna skreyttar með hverju árinu. Ætli móðir mín hafi ekki verið mikill áhrifavaldur en hennar gjafir eru ávallt svo stílhreinar og gjarnan er pappírinn endurnýtanlegur. Þrátt fyrir að ég sé að stíga skrefið nær mínimalískum stíl þá hef ég ekki tileinkað mér það að fullu ennþá.

jól

Hér eru þó nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að pakka inn gjöfum ef þú vilt hafa pakkana stílhreina í mínimalískum stíl. Hvítur jólapappír er einstaklinga fallegur og passar við alla borða. Gott er að næla sér í greni, snæri í jarðarlitum eða svörtu og hvítu og jafnvel endurnýta pappír sem er til á heimilinu nú þegar. Dagblöð eða blaðsíður úr gömlum bókum.

jól2

73269386505d7aad5bf12cf6fca8e719

Einnig er hægt að prenta út ljósmyndir á pappír heima við og pakka inn litlum gjöfum. Heimatilbúnar og persónulegar jólagjafir hitta oftast í mark svo það er um að gera að nota ímyndunaraflið.

10578de05b1e11529e97ca9b4c47531d

Gangi ykkur vel og gleðileg jól!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest