Það þurfa ekki allir að vera með þriggja metra löng jólatré á jólunum, en það geta samt allir verið gordjöss.
Sumir velja einfaldlega að búa til sitt eigið jólatré og skapa skemmtilega stemningu með því. Börnin taka þátt í því að búa tréð til og skemmtileg fjölskylduhefð myndast. Ég á nokkrar vinkonur sem eyða jólunum hjá foreldrum sínum og finnst óþarfi að kaupa sér jólatré en vilja samt hafa jólatréstemninguna heima hjá sér.
Þá eru þessar hugmyndir mjög sniðugar og bara mjög flottar líka!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.