Flest viljum við hafa jólalegt í kringum okkur á jólunum og þá er líka nauðsynlegt að hafa borðstofuborðið fallega skreytt.
Sumir vilja mikið skraut á borðið en aðrir vilja látlausari skreytingar en allar skreytingar eiga það sameiginlegt að gefa smá auka jólaanda við borðhaldið.
Auðvelt er að nota köngla, greni, kerti og glimmer. Það fer alltaf vel saman. Eins er gaman að leika sér með fallegar sérvettur og raða þeim fallega við hvern disk eða ofan á hvern disk. Eins er hægt að hengja einn köngul á hnífapörin og leggja fallega ofan á diskana sem þú ert með.
Hérna eru nokkrar fallegar hugmyndir af jólalegum borðstofuborðum
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.