Aðventan er svo skemmtilegur og rómantískur tími og það er gaman að gera eitthvað fallegt fyrir sambandið um leið og maður gleður börnin á hverjum morgni.
Mörg pör hafa tekið upp á því að gefa hvort öðru í skóinn yfir jólatímann, hvort sem er með litlum glaðningi yfir morgunkaffinu eða hreinlega með því að lauma spariskóm út í glugga og svo er bara bannað að kíkja fyrr en um morgunin.
Þetta hleypir skemmtilegu lífi í sambandið og margt hægt að gera sem gerir vikurnar framundan meira spennandi fyrir ykkur sem par.
Hér eru nokkrar hugmyndir að því sem hægt er að gefa ástinni sinni í skóinn fyrir jólin. Bara rómó…
Baðstofukort fyrir tvo í Laugar Spa
Þið getið hangið þar allann daginn, drukkið smá hvítvín, farið í allskonar gufuböð og jafnvel, ef þú vilt splæsa mikið, þá getið þið farið í nudd. Þvílíkur dásemdar dagur sem þið eigið saman framundan. Jólastressið mun bara leka burt!
… eða mánaðarkort í ræktina – þessvegna mánuð hjá einkaþjálfara!
Gefðu einn mánuð World Class ef hún eða hann hefur talað um að sig langi til að komast í form. Það er fínt að byrja bara með einn mánuð. World Class eru sniðugar stöðvar af því þær eru flestar í nágrenni við vinnustaði eða heimili. Það á aldrei að vera langt að fara í ræktina. Hvað er betra en að taka janúar með trompi og mæta reglulega í ræktina?
Gjafabréf á veitingastað
Með þessu erum við í raun að tala um að gefa sambandinu í skóinn. Það þarf að rækta sambönd svo þau dafni og vaxi. Það gerist meðal annars með því að fara stöku sinnum saman út að borða. Njóta lífsins. Við mælum með Kol sem er efst á Skólavörðustíg, Sushisamba eða nafnlausa Pizza staðnum í gula húsinu á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis (beint á móti 101 hótel). Hann er voða smart.
Miða á tónleika, leikhús, í bíó
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=q2a4wTLWUZc[/youtube]
Þú ferð á Miði.is og kaupir tvo miða. Prentar út kvittunina og setur í skóinn. Við mælum sérstaklega með The Colour Run og Hugh Cornwell tónleikum sem hún Anna Brá DJ og pjattrófa stendur fyrir.
Bambus sokkarnir frá JÖR
Þetta er bæði falleg, góð og vönduð vara og hún er smart bæði fyrir stráka og stelpur. Íslensk hönnun, við styðjum það!
Konfektnámskeið Halldórs
Við rákumst bara á þetta á Facebook en auðvitað getur hún, hann eða þið bæði farið saman á Konfektnámskeið Halldórs. Hver elskar ekki konfekt? ALLIR ELSKA KONFEKT.
Sleipiefni með vanillu og karamellulykt
Fyrir ástarleikina ykkar, organic sleipiefni með dásamlegri lykt. Stemmningin verður bara svo æðisleg þegar allt ilmar eins og vöfflur og nammi. Þið verðið bara að prófa. Þessi vara fæst t.d. hér og það er hægt að fá allskonar lykt og bragð.
Boðskort á rómantíska kvöldstund heima
Þú býrð til sætt boðskort á rómantíska kvöldstund heima sem þú skipuleggur og sérð um. Velur tónlist, eldar matinn, leggur á borðið. Stemmningin verður númer eitt, tvö og þrjú.
Miða með ástarjátningu eða fallegum texta
Náttföt eða inniskór frá F&F
Náttföt eða inniskór á hana frá F&F. Fötin þar eru á mjög viðráðanlegu verði og þau eru bæði mjög sæt og kósý. Svo má líka gefa honum notalegar náttbuxur eða sokka. Mmmmm…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.