Ég veit ekki með þig en ég er löngu byrjuð á jólagjafakaupum! Sumum er auðvelt að gefa – aðrir eru algjört “pein” eins og maður segir á góðri íslensku.
Það er sniðugt að gefa gjafir sem eyðast, nýtast manni eða hafa persónulegt gildi.
Hér eru nokkrar hugmyndir:
Falleg kerti
Kerti eru svooo kósý og falleg inn á heimilið. Það er til svo mikið af fallegum kertum.
Fjölskyldumyndir
Ef þú ert að gefa þínum nánustu er sniðugt að gefa mynd af þér (og systkinum eða maka). Mjög sniðugt að finna gamla mynd (helst svo það sé útlitsleg breyting), og taka aðra eins í nútímanum, í svipuðum fötum með sama svip. Setja í tvöfaldan ramma og gefa. Kemur mjög skemmtilega út!
Snyrtivörur
Ef gjöfin er fyrir mömmu eða bestu vinkonu vitum við oftast hvaða snyrtivöru hún notar. Gefðu henni maskarann eða varalitinn sem hún notar alltaf. Þá vitum við að gjöfin nýtist.
Gjafabréf
Mjög beisikk gjöf. Persónulega finnst mér leiðinlegt að gefa gjafabréf en mjög gaman að fá þau! – Svo eru auðvitað til allskonar gjafabréf í nudd, hótelgistingar, námskeið og svo framvegis. Einnig er hægt að gefa bara gjafabréf í Kringluna.
Góð kaffi/te
Í Te og kaffi eða Kaffitári er heilt haf af allkyns tegundum af framandi kaffi og tei. Það er góð gjöf sem nýtist flestum.
Persónuleg gjafabréf
Þetta er líka sniðugt sparnaðarráð. Þú getur búið til gjafabréf uppá persónulega hluti. T.d ef það er Maki: “Þú átt inni 30 mínútna nudd” Systir: “Þú átt inni pössun fyrir börnin heilt kvöld á laugardagskvöldi”.
Notaðu ímyndunaraflið og það er ALVEG bannað að klikka á að gefa svo gjöfina.
Fljótlega ætlum við að birta hér á Pjattinu flotta óskalista með fallegum hlutum og hugmyndum… fylgstu með!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.